Vinsældirnar aukist eftir eldgosið

„Þetta er eins og að ganga á yfirborði nýrrar plánetu,“ …
„Þetta er eins og að ganga á yfirborði nýrrar plánetu,“ sagði hinn 54 ára gamli Perez í samtali við AFP. Myndin er tekin hinn 11. september síðastliðinn, tæpu ári eftir að eldgosið hófst. AFP

Þegar eld­gos hófst á eyj­unni La Palma á síðasta ári dreif Teodoro Gonza­lez Perez sig beint til eyj­unn­ar spænsku til að sjá hraunið renna með sín­um eig­in aug­um. Nú er hann mætt­ur aft­ur til að sjá eyj­una aft­ur. Í þetta sinn ætl­ar hann að fara nær eld­fjall­inu. 

„Þetta er eins og að ganga á yf­ir­borði nýrr­ar plán­etu,“ sagði hinn 54 ára gamli Perez í sam­tali við AFP.

Á mánu­dag er ár síðan gos hófst á La Palma og var því form­lega lokið í des­em­ber 2021. Gosið hef­ur haft mik­il áhrif á eyj­una, ekki bara út­lit henn­ar og dag­legt líf íbúa henn­ar, held­ur einnig á ferðamannaiðnaðinn, því áhug­inn hef­ur aldrei verið meiri á La Palma en þessa dag­ana. 

La Palma er hluti af Kanarí-eyja­klas­an­um og var fyr­ir eld­gosið ein af minna þekkt­ari eyj­um klas­ans. Fleiri ferðast til Gran Can­aria og­Teneri­fe.

Innviði eru enn löskuð á La Palma, en unnið er …
Innviði eru enn löskuð á La Palma, en unnið er hörðum hönd­um að því að laga vegi. AFP

Lán í óláni

„Fyr­ir eld­gosið átt­um við erfitt með að kynna eyj­una,“ sagði vara­for­seti Ashotel, Car­los Garcia Sicilia. Hann seg­ir eld­gosið auðvitað hafa haft slæm áhrif á efna­hag eyj­unn­ar, en á sama tíma hafi nú fleiri heyrt um La Palma. 

Á þessu ári hef­ur La Palma verið áfangastaður fjölda skemmti­ferðaskipa og fleiri flug­fé­lög eru byrjuð að fljúga beint til eyj­unn­ar, þar á meðal frá meg­in­landi Spán­ar og svo frá Mílanó á Ítal­íu. Ry­ana­ir byrjaði í fyrsta skipti að fljúga til La Palma í mars og flýg­ur nú til eyj­unn­ar þris­var í viku. 

Þá hef­ur hag­ur ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja sem bjóða upp á ferðir frá Teneri­fe til La Palma vænkast. „Fólk vill bara kom­ast eins ná­lægt eld­fjall­inu og það get­ur,“ sagði Jes­us Mol­ina, eig­andi Excursi­o­nesJ­es­us, sem býður upp á ferðir til eyj­unn­ar. 

Mynd frá 23. september á síðasta ári.
Mynd frá 23. sept­em­ber á síðasta ári. AFP

Ferðamenn lyk­ill­inn að betri framtíð

Stjórn­völd hafa nú lagt áherslu á að bæta efna­hag eyj­unn­ar með ferðamennsku. Lagt hef­ur verið kapp á að aug­lýsa eyj­una mikið og gefn­ir voru út 20 þúsund ferðagjaf­ir sem hljóða upp á 250 evr­ur, sem Spán­verj­ar geta eytt á eyj­unni. 

Einnig hef­ur verið komið upp aparólu, eða „zip-line“ sem fer yfir nýja hraunið og ösk­una. 

Innviði eru þó löskuð þó á ár­inu hafi opnað ný gesta­stofa í Roque de los Muchachos. Á eyj­unni var gist­i­rými fyr­ir um 8 þúsund ferðamenn fyr­ir eld­gos, en 3 þúsund af þeim eyðilögðust í eld­gos­inu. Einnig er tals­vert svæði í grennd við Pu­erto Naos á suðvest­ur strönd­inni enn lokað vegna gasmeng­un­ar. 

Eldgos í Cumbre Vieja á La Palma.
Eld­gos í Cumbre Vieja á La Palma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert