5 bestu flugvellirnir fyrir matgæðinga

Á listanum eru þeir flugvellir sem bjóða ferðalöngum upp á …
Á listanum eru þeir flugvellir sem bjóða ferðalöngum upp á bestu matarupplifunina. Ljósmynd/Unsplash

Við getum líklega flest sammælst um það að fríið hefjist á flugvellinum. Þegar búið er að innrita farangurinn og fara í gegnum öryggisleitina er fyrst á dagskrá hjá mörgum að finna sér eitthvað ljúffengt að borða og drekka til að koma sér í útlandagírinn. 

Það getur skipt sköpum að hefja ferðalagið á ljúffengu nótunum, en nýverið tók ferðafyrirtækið Radical Storage saman gögn frá 100 af fjölförnustu flugvöllum heims til að ákvarða hvaða flugvellir bjóða upp á bestu matarupplifunina. Niðurstöðurnar birtu þeir á ferðavef Condé Nast Traveller

1. Incheon-alþjóðaflugvöllurinn í Suður-Kóreu

Incheon-flugvöllurinn þykir bjóða upp á bestu matarupplifunina, en þar eru hvorki meira né minna en 270 matsölustaður. Flugvöllurinn er einnig þekktur fyrir að vera einn sá snyrtilegasti í heimi.

2. Hartsfield-Jackson Atlanta-alþjóðaflugvöllurinn í Bandaríkjunum

Í öðru sæti er flugvöllurinn í Atlanta, en þar má finna mesta úrval veitingastaða sem bjóða upp á glútenlausan mat, eða um 36 veitingastaðir.

3. Taiwan Taoyuan-alþjóðaflugvöllurinn í Taívan

Þetta er fjölfarnasti flugvöllurinn í Taívan og hann er staðsettur rétt fyrir utan höfuðborgina Teipei. Þar finnur þú ódýrustu máltíðirnar, en meðalverðið á máltíð er 4,53 pund eða 791 króna.

4. Dallas-Fort Worth-alþjóðaflugvöllurinn í Bandaríkjunum

Á flugvellinum eru 125 veitingastaðir til að velja á milli, en auk þess eru veitingastaðirnir með hæstu meðaleinkunn í Bandaríkjunum eða 3,7 stjörnur af 5.

5. Jeju-alþjóðaflugvöllurinn í Suður-Kóreu

Flugvöllurinn er sá fimmti besti í heiminum og annar besti í Suður-Kóreu. Þar er fjölbreytt úrval af bragðgóðum mat fyrir hungraða ferðalanga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert