„Ég bræddi drónann minn til að ná þessu skoti“

Ljósmyndarinn Vince Tonk náði mögnuðu sjónarhorni af eldgosinu við Litla-Hrút …
Ljósmyndarinn Vince Tonk náði mögnuðu sjónarhorni af eldgosinu við Litla-Hrút í júlí 2023. Samsett mynd

Ljósmyndarinn Vince Tonk hefur vakið mikla athygli á TikTok síðastliðinn sólarhring. Í gær birti hann magnað myndband sem hann náði af eldgosinu við Litla-Hrút í júlí 2023, en til þess að ná myndbandinu þurfti hann að fórna drónanum sínum sem bráðnaði við tökurnar.

Tonk birti myndbandið fyrst á TikTok síðastliðið sumar og hlaut það yfir 5,6 milljónir áhorfa. Í gær endurbirti hann svo myndbandið á miðlinum, en á einungis einum sólarhring höfðu yfir 6 milljónir horft á það. Það er ekki ólíklegt að áhugann megi að einhverju leyti rekja til eldgoss sem hófst norðan við Grindavík síðastliðið mánudagskvöld. 

„Ætti ég að fara aftur?“

„Ég bræddi drónann minn til að ná þessu magnaða skoti af eldgosi á Íslandi. Nýtt eldgos hófst í gær. Ætti ég að fara aftur?“ skrifaði Tonk við myndbandið.

„Ég hef ekki hugmynd um peningalegt tjón en ég held að þetta sé magnaðasta myndefni af eldfjalli sem ég hef séð,“ skrifaði einn notandi við myndbandið og virðast margir hafa verið sammála, en yfir 11 þúsund settu „læk“ við ummælin. 

@jedeye_fpv 👀 I melted my drone to get this insane lava shot in iceland. A new Volcano just errupted. Shall I go again? 👩🏽‍🚀🛸🌋🔥 #fpv #drone #volcano #iceland #erruption #volcanoeruption ♬ Solas X Interstellar - Gabriel Albuquerqüe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka