„Hrátt flug“ heitasta sumartískan

Heitasta sumartrendið hjá karlmönnum er að keppast um hver getur …
Heitasta sumartrendið hjá karlmönnum er að keppast um hver getur starað lengst út í loft í löngum flugferðum. Samsett mynd

Karlmenn víðsvegar um heiminn taka þátt í áskorun sem kallast „raw dogging“ eða „hrátt flug“ þar sem þeir neita sér um þægindi eins og að hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpsefni eða sofa. Þeir keppast við að slá persónuleg met í að stara aðeins á flugkortið fyrir framan þá eða bara horfa út í loftið í löngum flugferðum.

Mismunandi er hversu langt menn taka áskorunina en þeir al hörðustu sitja og horfa á flugkortið án þess að horfa á bíómyndir og þætti, hlusta á tónlist, borða, drekka og sofa. Aðal markmið þeirra er að sjá hvar andlegu þolmörkin liggja. 

Talið er að áskorunin hafi sprottið upp í kjölfar Hijacked sjónvarpsþáttana en þar leikur, Idris Elba, karakterinn, Sam Nelson, sem er neyddur til þess að sitja í meira um sjö tíma flugi án þess að hafa nokkuð með sér til að stytta sér stundirnar.

Plötusnúðurinn Wudini var hæst ánægður með nýja persónulega metið sitt í „raw-dogging“ en hann flaug í sjö klukkustundir þar sem hann starði aðeins út í loftið. 

„Þetta er ótrúlegt, það eru engar takmarkanir á því hversu öflugur hugur minn er,“ segir Wudini sem fékk yfir 13 milljón áhorf á myndbandið sitt á samfélagsmiðlinum TikTok. 

Bandaríski áhrifavaldurinn Mchelle var orðlaus að sjá hversu margir gerðu ekkert annað en að horfa á kortið á skjánum í fimm tíma flugi hennar frá New York-borg til San Francisco.

„Ég hef aldrei í neinu flugi í lífi mínu séð svona marga „raw-dogging,“ segir bandaríski áhrifavaldurinn Michelle sem tók myndband af fluginu. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert