Flugfreyja útskýrir kuldann í flugvélum

Það er góð ástæða fyrir kuldanum í flugvélum.
Það er góð ástæða fyrir kuldanum í flugvélum. Ljósmynd/Roberta Penaloza/Unsplash

Eflaust kannast margir við það að vera kalt í flugvél jafnvel þó að flugvélin leggi í hann frá Spáni. Kanadíska flugfreyjan, Vanessa Settimi, segir í ferðaviðtali við tímaritið Reader's Digest að kuldinn um borð sé ekki vegna þess að vélin sé í um 35.000 feta hæð heldur sé hugsað fyrir hverju einasta smáatriði í flugi.

Hún segir ástæðuna fyrir köldu hitastigi í flugvélum vera að það hjálpi til við að minnka flugveiki á meðan ókyrrð stendur yfir. Kaldara hitastig getur líka komið í veg fyrir að það líði yfir fólk sem er sérstaklega viðkvæmt fyrir ókyrrðinni.

Settimi sem starfar hjá flugfélaginu Swoop airlines segir að flugmennirnir stjórni hitastiginu í flugvélinni. Þó að farþegar biðji um að hækka aðeins hitastigið þá er því oftast haldið í kaldari kantinum. 

Hún mælir því með því að farþegar komi með sín eigin teppi, ferðist með góðan trefil um hálsinn eða í mæti í flug í góðri þykkri peysu. 

Uppáhaldsferðagalli Settimi samanstendur af léttum hlaupaskóm, joggingbuxum, stuttermabolu og renndri hettupeysu. 

Hún bætir því við að kuldaskræfur ættu að forðast það að ferðast í sandölum og í hlýrabol án þess að hafa neina peysu til að henda yfir sig er kuldinn ríkur upp. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert