Góður bakpoki gulli betri

Fjallagarpurinn Tómasz er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að nauðsynlegum …
Fjallagarpurinn Tómasz er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að nauðsynlegum búnaði á fjöllum. Ljósmynd/Aðsend

„Góður bakpoki verður að sitja rétt á baki svo hann sér þægilegur á löngum ferðalögum, þess vegna er mikilvægt að láta stilla hann rétt í búðinni eftir sínu höfði, já eða baki í þessu tilfelli. Við erum öll mismunandi í laginu og bakpokinn þarf að endurspegla það.“

Tómasz hefur notað Osprey-bakpokana í mörg ár.
Tómasz hefur notað Osprey-bakpokana í mörg ár. Ljósmynd/Aðsend

Tómasz hefur lengi vel verið hrifinn af Osprey-bakpokunum og notað þá í mörg ár. „Ég hef notað þessa bakpoka í öllum mínum ferðum undanfarin ár og er sérstaklega hrifin af fítusunum og þægindunum sem þeir bjóða upp á. Úr fjarska lítur bakpokinn út eins og hver annar en þegar farið er ofan í saumana á honum koma í ljós hlutir, hólf og festingar sem maður vissi ekki fyrir að maður þurfti og koma að góðum notum þegar á reynir. Svo eru litirnir á þeim líka svo fallegir,“ segir hann.

Bakpokinn kemur bæði í dömu- og herrasniði.
Bakpokinn kemur bæði í dömu- og herrasniði. Ljósmynd/Ellingsen

Frá og með deginum í dag og fram á sunnudag verða sérstakir Osprey-kynningardagar í útivistarversluninni Ellingsen og verða allir bakpokar og dufflar á 20% afslætti. Viðskiptavinir fá aðstoð við að velja rétta bakpokann og þeir rétt stilltir miðað við líkamslögun.

Að sögn Arnþórs Gíslasonar, rekstrarstjóra Ellingsen, eru bakpokarnir þeir einna vinsælustu í heimi enda mikil og góð reynsla komin á notkun þeirra. „Osprey-bakpokarnir hafa verið afar vinsælir sem útskriftargjöf og þá sérstaklega heimsreisubakpokinn svokallaði. Svo eru þeir líka mjög vinsælir á meðal fjallgöngufólks enda léttir og þægilegir í notkun. Kosturinn við bakpokana er einnig sá að það eru til pokar fyrir bæði kynin þannig að allir ættu að finna poka við sitt hæfi.“

Bakpokarnir koma í mörgum stærðum og gerðum.
Bakpokarnir koma í mörgum stærðum og gerðum. Ljósmynd/Ellingsen

Í tilefni Osprey-kynningardaga ætlar Ellingsen í samstarfi við Ferða- og útivistarvefinn að gleðja tvo heppna vinningshafa sem fá að gjöf einn Osprey Fairview 70 lítra dömupoka og einn herrapoka af sömu gerð. Það eina sem þú þarft að gera er að líka við og tagga þinn besta vin eða maka á Facebook síðu ferða- og útivistarvefjar mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka