„Svo er Laugavegsganga fram undan og svo Lónsöræfi strax í kjölfarið en þar ætlum við að skoða regnbogafjöll með börnunum.“
Aðspurð hvaða bráðnauðsynlegu hluti hún taki alltaf með sér í bakpokann segist Dalla sjaldan gleyma sólarvörninni. „Hún er bráðnauðsynleg fyrir föla og freknótta. Svo er það auðvitað landakort svo við vitum hvar við erum og hvert skal halda. Ekki sakar svo að hafa þjóðlegan fróðleik og heljarmannasögur af svæðinu.“ Dalla segir svo ómissandi að taka með nokkrar flatkökur, heitt á brúsa og nóg af göngunammi til að létta lundina.
Hún segir ullina alltaf tekna með, sama hvernig viðrar. „Ull, yst sem innst og eitthvað vatnshelt þótt við reynum að láta sólina stýra för, nú og svo er það auðvitað best að hafa alla fjölskylduna með og hitta vini og kunningja á leiðinni.“