Fór í læknanám til Slóvakíu og tók hundana með

Helga Björt Jóhannsdóttir er búsett í Marin í Slóvakíu ásamt …
Helga Björt Jóhannsdóttir er búsett í Marin í Slóvakíu ásamt hundunum sínum tveimur. Samsett mynd

Hin 21 árs gamla Helga Björt Jóhannsdóttir er búsett í Martin í Slóvakíu þar sem hún stundar nám í læknisfræðum. Helga flutti ekki ein út eins og margir samnemendur hennar heldur tók hún hundana Hörku og Vöku með. 

Harka er sjö ára gömul og er af tegundinni Ástralskur fjárhundur, en Vaka er hvolpur undan henni og er þriggja ára. Heima hjá foreldrum Helgu á Íslandi eru svo tveir hundar til viðbótar, Eik sem er tveggja ára Ástralskur fjárhundur og Fróði sem er þriggja ára Mini Schnauzer. 

Í fjölskyldunni eru einnig þau Eik og Fróði sem búa …
Í fjölskyldunni eru einnig þau Eik og Fróði sem búa á Íslandi hjá foreldrum Helgu.

Helga hefur alla tíð verið mikil dýramanneskja, en hún ólst upp í kringum hunda og kanínur. „Ég tengdist hundunum sem við áttum mikið og var því ákveðin að ég myndi alltaf vilja eiga hund alveg frá því ég var ung. Ég sannfærði foreldra mína svo að fá Hörku fyrir fermingarpeningana,“ segir hún. 

Er eitthvað sérstakt við tegundirnar sem heillar þig?

„Ég hef mjög gaman af tegundum sem eru miklar félagsverur og vilja vera gera hluti með manni og er mannelskir og orkumiklir. Ástralski fjárhundurinn er einmitt þannig – hann er virkur og elskar að vinna. Þeir eru líka fljótir að læra.“

Helga segir Ástralska fjárhundinn vera mannelskann og orkumikinn.
Helga segir Ástralska fjárhundinn vera mannelskann og orkumikinn.

Hverjir eru kostirnir við að eiga hund?

„Maður er aldrei einn og þeir hjálpa manni að halda rútínu – rífa mann upp úr sófanum í göngutúra á hverjum degi.“

En ókostirnir við að eiga hund?

„Það er mikil vinna og þá sérstaklega þegar maður er með fleiri en einn. Enginn hundur er eins og því geta þeir verið með sérþarfir og því þarf að hugsa það vel þegar maður fær sér hund.“

Hvernig er upplifunin þegar það kom got?

„Það er svakalega mikil vinna að vera með hvolpa en mjög gefandi og skemmtilegt. Það var erfiðast að finna heimili sem passaði þeim og kveðja þá. Maður tengist hverjum hvolp svo mikið og þeir verða hluti af fjölskyldunni í smá tíma.“

Helga segir því fylgja mikil vinna að vera með hvolpa, …
Helga segir því fylgja mikil vinna að vera með hvolpa, en þar að auki geti verið erfitt að kveðja þá þegar þeir hafa fundið framtíðarheimili.

Hafið þið deilt saman eftirminnilegum lífsreynslum?

„Vaka hefur ferðast víða sem er mjög gaman. Hún kom með mér þegar ég flutti út til Slóvakíu og hefur farið t.d. til Vínarborgar í Austurríki, Búdapest í Ungverjaland, Slóveníu og baðað sig í sjónum í Króatíu. Einnig hefur hún komið með á jólamarkaðina í Kraká.“

Helga og Vaka hafa ferðast víða saman um meginland Evrópu.
Helga og Vaka hafa ferðast víða saman um meginland Evrópu.

Hafa hundarnir einhverjar sérþarfir eða sérviskur?

„Hundarnir eru mjög ólíkir og með sína eigin persónuleika. Vaka er langmesta kelirófan og vill helst alltaf vera í fanginu á einhverjum. Hún elskar allt og alla. Harka er elst og er drottning í sér. Hún er algjör frekja en samt langbest. Fróði er minnstur en veit það ekki,  gefur ekkert eftir í leik. Eik er mest feimin og heimakær.“

Að sögn Helgu eru hundarnir mjög ólíkir og hver með …
Að sögn Helgu eru hundarnir mjög ólíkir og hver með sinn persónuleika.

Hvernig gengur að skipuleggja frí með dýr á heimilinu?

„Ég er með góða pössun hérna úti og heima á Íslandi höfum við notað Trusted House Sitters þar sem við fáum erlenda einstaklinga til að búa í húsinu okkar og passa hundana. Það hefur gengið vel hingað til.“

Vaka alsæl á ferðalagi með Helgu.
Vaka alsæl á ferðalagi með Helgu.

Ertu með einhver góð ráð til annarra gæludýraeigenda?

„Að eiga gæludýr er gefandi en mikil vinna. Það þarf að hugsa vel áður en maður fær sér dýr inn á heimilið því það þarf að henta þínum lífsstíl næstu 15 árin. Hundategundir eru til dæmis mjög mismunandi með hreyfiþörf, eðli, stærð og feldgerð og skiptir máli fyrir bæði hund og eiganda að þau passi saman.“

Helga segir það skipta miklu máli fyrir bæði hund og …
Helga segir það skipta miklu máli fyrir bæði hund og eiganda að lífsstíll þeirra passi saman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert