Hverju á að pakka í spítalatöskuna?

Hverju á að pakka í spítalatöskuna fyrir fæðingu?
Hverju á að pakka í spítalatöskuna fyrir fæðingu? Samsett mynd

Eitt algengasta áhyggjuefnið hjá verðandi foreldrum er hvort þeir séu undirbúnir fyrir komu barnsins eða ekki. Eftir að hafa gert barnaherbergið tilbúið, farið á fæðinganámskeið, keypt barnaföt og nóg af bleyjum er síðasta skrefið oft að pakka í spítalatösku fyrir fæðingardaginn. 

Nýverið birtist listi á vef Parents yfir hluti sem gott er að taka með sér á spítalann fyrir fæðingu, en við gerð listans voru sérfræðingar og foreldrar spurðir út í hvað hafi verið ómissandi í spítalatöskunni. 

Það er gott að pakka í töskuna með góðum fyrirvara svo allt sé tilbúið þegar lagt er af stað upp á fæðingardeild. Hér eru hugmyndir af hlutum sem gott er að taka með sér á spítalann fyrir fæðingu.

Fyrir foreldrana

  • Aukaföt fyrir báða aðila
  • Hleðslusnúrur
  • Snarl og drykkir
  • Snyrtivörur – eins og tannbursta, tannkrem og varasalva
  • Koddi
  • Ferðahátalari og/eða heyrnatól
  • Inniskór
  • Sloppur
  • Myndavél eða sími
  • Bók
  • Peningaveski og/eða kort

Fyrir barnið

  • Bílstóll
  • Föt
  • Bleyjur
  • Bossaþurrkur
  • Brjóstapumpa
  • Gjafarpúði
  • Peli (ef ætlunin er að nota slíkan)

En hvenær ætli sé best að hafa spítalatöskuna tilbúna? 

„Ef þú ætlar að fæða á spítala er líklegt að þú hittir lækninn þinn vikulega á milli 36. viku og 40. viku, svo þú getur ákveðið tímasetninguna til að pakka út frá því sem læknirinn segir í þessum heimsóknum með tilliti til þess hve langt þú ert gengin,“ er skrifað í greininni. 

Það er mikilvægt að pakka tímanlega í spítalatöskuna.
Það er mikilvægt að pakka tímanlega í spítalatöskuna. Ljósmynd/Pexels/Kristina Paukshtite
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert