Heida Reed leikur Stellu Blómkvist

Heiða Rún Sigurðardóttir, Heida Reed.
Heiða Rún Sigurðardóttir, Heida Reed.

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, Heida Reed, hefur fengið hlutverk Stellu Blómkvist í samnefndri sjónvarpsþáttaröð sem Sagafilm framleiðir og hefjast tökur í byrjun apríl. Þættirnir byggja á bókunum um lögfræðinginn Stellu Blómkvist sem hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og einnig í Þýskalandi og Tékklandi.  Höfundur bókanna skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist en raunverulegt nafn höfundarins er enn á huldu, segir í tilkynningu.

„Stella Blómkvist er töffari af guðs náð, lögfræðingur sem vílar ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt en hefur jafnframt mikla samúð með lítilmagnanum. Hún er dularfull og margbrotin persóna sem syndir á móti straumnum og hirðir lítt um ríkjandi hefðir og kynhlutverk. Helsta tekjulind hennar eru kaup á gömlum skuldum og innheimta þeirra en hún tekur einnig að sér mál, ekki síst morðmál, þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpastarfsemi hjá einstaklingum í valdastöðum.

Heiða Rún Sigurðardóttir, Heida Reed, leikur Stellu, en Heiða hefur skapað sér nafn á erlendum vettvangi m.a. með leik sínum í hinum vinsælu BBC-dramaþáttum Poldark, ásamt leikaranum Aidan Turner. Heiða fór með hlutverk í myndinni One Day; rómantískri kvikmynd þar sem hún lék á móti Anne Hathaway og Jim Sturgees. Þættirnir verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans í haust og verða einnig sýndir á erlendum sjónvarpsstöðvum á næsta ári. Sagafilm er afar spennt fyrir samstarfinu við Heiðu,“ segir enn fremur í tilkynningu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg