Á fullu á söng- og dansæfingum

Aron Hannes flytur lagið Golddigger í Söngvakeppninni 2018.
Aron Hannes flytur lagið Golddigger í Söngvakeppninni 2018.

Aron Hannes Emilson flytur lagið Golddigger á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2018, laugardaginn 17. febrúar.

Af hverju Eurovision?

„Frábær vettvangur til að koma sér á framfæri sem tónlistarmaður.“

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Lagið varð til eftir úrslitakvöld söngvakeppninnar í fyrra þegar Sveinn Rúnar, Oscar og Joel settust niður og ákváðu að búa til lag. Ég fæ að heyra svo lagið í byrjun síðasta hausts og vildi fá að gefa þetta lag út. Valgeir Magnússon fór í íslenska textagerð. Svo kom sú hugmynd að senda þetta í söngvakeppnina og eftir það var ekki aftur snúið.“

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

„Ég mun taka þó nokkur spor við lagið þann 17. febrúar og vona ég að fólk geri það líka. Brosið í gang og allir í stuði.“

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tónlistaráhuginn?

„Ég byrjaði að syngja um það bil fjögurra ára gamall. Fjölskyldan mín er mjög tónelsk og eru mamma og tvær systur mínar söngkonur og pabbi trommari. Þannig að það má vel segja að ég hafi alist mikið til upp í kringum tónlist.“

Uppáhalds-Eurovisonlagið?

„In my Dreams, WigWam árið 2005. Það er eitthvað við þetta lag, frábært lag sem hefur fylgt mér alla tíð síðan.“

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir söngvakeppnina?

„Undirbúningurinn gengur mjög vel. Við erum búin að vera á fullu á bæði söng- og dansæfingum nánast alla daga síðustu tvær til þrjár vikur.“

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovision-ferlið?

„Bara hvað þetta er gaman, allt fólkið í kringum þetta sem maður kynnist.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Að sjálfsögðu! Þurfum að gera Laugardalsvöll að alvöruleikvangi og halda það þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson