Hollywood-par sem deilir sama afmælisdegi

Brody og Chapman eiga sama afmælisdag.
Brody og Chapman eiga sama afmælisdag. Skjáskot/Instagram

Adrien Brody og Georgina Chapman eru turtildúfur sem deila sama afmælisdegi, 14. apríl. Brody er fæddur árið 1973 en Chapman árið 1976 og eru þau því nýorðin 51 árs og 48 ára.

Brody er þekktur leikari en Chapman stýrir tískumerkinu Marchesa.

Í tilefni af afmæli þeirra birti Chapman mynd af þeim saman. Hún kallar hann þar tvíbura sinn og segir það dýrmætt að deila afmælisdegi með sínum besta vini.

Brody og Chapman hafa verið saman í þrjú ár en Chapman var áður gift Harvey Weinstein sem dæmdur var í fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gagnvart fjölmörgum konum. Hún á með honum tvö börn.

Chapman hefur lýst því í viðtölum hversu mikið áfall það hefði verið að komast að því að eiginmaður hennar væri kynferðisafbrotamaður af verstu sort.

„Ég var niðurlægð og brotin. Ég dró mig í hlé,“ sagði Chapman í viðtali við Vogue en hún hefur þurft að leita sér faglegrar hjálpar til þess að takast á við áfallið.

„Fyrst gat ég það ekki. Ég var í of miklu áfalli og mér fannst ég ekki eiga þetta skilið. Svo áttaði ég mig á því að þetta gerðist. Ég þyrfti að kljást við það og halda áfram með lífið. Ég upplifi stundir þar sem ég verð mjög reið, ringluð og fyllist vantrú. Stundum græt ég fyrir börn mín. Hvernig verður líf þeirra? Hvað mun fólk segja við þau?“

Þrátt fyrir allt vill Chapman ekki vera álitin enn eitt fórnarlamb Weinsteins.

„Ég vil ekki vera fórnarlamb. Ég er það ekki. Ég er kona í ömurlegum kringumstæðum en það er ekkert nýtt af nálinni.“

Georgina Chapman var áður gift Harvey Weinstein og eiga þau …
Georgina Chapman var áður gift Harvey Weinstein og eiga þau tvö börn saman. AFP
Brody og Chapman eru sögð afar hamingjusöm saman.
Brody og Chapman eru sögð afar hamingjusöm saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka