Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir að Denzel Washington leikari sé mjög stjórnsamur og hafi ekki tekið því vel þegar hann bað hann um að hætta ákveðinni hegðun. Hann segir frá þessu í þættinum Með Loga.
Þessi nýja þáttaröð, Með Loga, hefst í Sjónvarpi Símans Premium 20. september. Þættirnir verða átta talsins og verða viðmælendurnir áhugaverðir.