Logi Bergmann snýr aftur í sjónvarp með glænýjan viðtalsþátt á fimmtudaginn. Í þessum nýju, Með Loga, fær hann til sín áhugaverða viðmælendur í sett. Fyrsti gestur Loga verður Ólafur Ragnar Grímsson, fimmti forseti Íslands, fyrrverandi ráðherra og þingmaður. Þeir ræða hluti sem áður hafa ekki ratað upp á borð fjölmiðla, bæði úr einkalífinu og pólitíkinni.