Eliza Reid er gestur Loga Bergmanns í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans Premium. Í þættinum spyr Logi Elizu út í klæðaburðinn.
„Nú ert þú komin í starf, á þér eru alls konar kvaðir. Eitt af því er athyglin á þér, hvernig þú klæðir þig,“ segir Logi við forsetafrúna Elizu Reid.
Eliza segir að fötin séu ekki beinlínis hennar áhugamál en gengur mikið í íslenskri hönnun og segist versla mikið í Rauða krossinum. Þar getur hún fundið flott föt á góðu verði.
Næsti þáttur Með Loga er á dagskrá á fimmtudaginn kl. 20.10 í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.