Opnar sig um samböndin

Líf söngkonunnar Ariönu Grande hefur verið ævintýralegt síðustu tvö ár.
Líf söngkonunnar Ariönu Grande hefur verið ævintýralegt síðustu tvö ár. mbl.is/AFP

Undanfarin tvö ár hafa verið stormasöm í lífi hinnar 26 ára gömlu söngkonu Ariönu Grande. Í nýju viðtali við Vogue opnar hún sig um sambandið við fyrrverandi kærastann sinni, Mac Miller, sem lést í fyrra og þann stutta tíma sem hún var trúlofuð Pete Davidson. Allt gerðist þetta eftir hryðjuverkaárás á tónleika hennar í Manchester. 

Grande fékk að heyra það frá aðdáendum Millers að hún hefði ekki átt að fara frá honum en Miller átti í miklum fíknivanda. Á sínum tíma varði hún sig á Twitter og sagði fólk ekki fá að kenna konu um vandamál karlmanns. 

Í viðtalinu við Vouge segir hún að samband þeirra hafi alls ekki verið fullkomið. Hann hafi þó verið besta manneskja í heimi og hafi ekki átt skilið þá djöfla sem stýrðu honum. „Ég var límið svo lengi og ég fann að ég var að verða [...] minna og minna klístruð. Hlutina byrjaði bara að reka í burtu.“

Ariana Grande segist ekki hafa þekkt Pete Davidson þótt hún …
Ariana Grande segist ekki hafa þekkt Pete Davidson þótt hún hafi elskað hann. mbl.is/AFP

Grande segist hafa ákveðið að flytja til New York eftir að hún og Miller hættu saman. Þar kynntist hún Saturday Night Live-grínistanum Pete Davidson en mikið fór fyrir stuttu sambandi þeirra og trúlofun í fréttum. „Og þá hitti ég Pete, og það var frábær dægrastytting. Það var alvörulaust og skemmtilegt og brjálæðislegt og mjög óraunsætt. Og ég elskaði hann og ég þekkti hann ekki.“

Davidson og Grande hættu saman stuttu eftir lát Mac Miller. Grande segist hafa tekist á við lát Mac Miller með því að gefa út plötu þótt stutt hafi verið frá síðustu plötuútgáfu. „En ef ég á að vera mjög hreinskilin þá man ég ekki mikið eftir þessum mánuðum af lífi mínu. Ég var í fyrsta lagi mjög drukkin og í öðru lagi mjög sorgmædd,“ sagði Grande um plötuna Thank U, Next. Segist hún í kjölfarið hafa uppgötvað að hún gæti ekki beðið með það að gefa sér tíma fyrir sjálfa sig. 

Mac Miller lést fyrir tæpu ári.
Mac Miller lést fyrir tæpu ári. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir