Gunni og Ágústa Eva: Ástin er blind og heyrnarlaus

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir í Sycamore Tree eru …
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir í Sycamore Tree eru komin með nýtt lag. Ljósmynd/Saga Sig

„Lagið FIRE er fyrsta lagið sem við sendum frá okkur af okkar annarri plötu sem kemur út á næsta ári. Það er því mikill spenna hjá okkur enda mikil vinna að baki albúminu,“ segir Gunni Hilmarsson sem er í hljómsveitinni Sycamore Tree ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur.

Eins og kom fram á mbl.is í vikunni eru þau Ágústa Eva og Gunni Hilmars að vinna að plötunni hér á landi og í Los Angeles. Þau hafa verið að vinna með einum farsælasta „pródusent“ síðustu ára, Rick Nowels. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Lana Del Ray, Madonna, SIA, Lykke Li og hér á Íslandi vinna þau með Arnari Guðjóns sem er oft kenndur við hljómsveitina Leaves. 

Lagið Fire er unnið hér á Íslandi með Arnari Guðjóns. Lagið var samið fyrir nokkuð löngu síðan eða á 3 daga tímabili í febrúar á síðasta ári segir Gunni og getur séð það í símanum sínum hvenær hann byrjaði að taka upp ferlið þegar lag, texti, sönglínur og fleira verður til. 

„Með því að hlusta aftur á upptökurnar sem maður tekur af sér spilandi á gítarinn til að gleyma engu þá heyrir maður hvernig lag þarf í raun að fara í gegnum meðgöngu sköpunar. Stundum tekur þetta klukkutíma, stundum viku, stundum mánuði,“ segir hann.

Það er síðan fullskapað þegar hann og Ágústa Eva hittast og fullmóta sönglínur, texta og búa til „stemninguna“ í laginu. Lagið er að mörgu leyti týpískt Sycamore Tree lag, keimur af sjötta áratugnum svífur yfir með áberandi gíturum og strengjum. Hin dreymandi og ótrúlega fallega rödd Ágústu Evu Erlendsdóttir er svo punkturinn yfir i-ið.

Lagið fjallar um brennandi ástarloga, sambönd sem brenna upp í ástareldi. Sum sambönd lifa það af, önnur ekki. Eins og segir í texta lagsins snarað yfir á íslensku „Ástin er blind og heyrnarlaus, grimm og köld, stundum fengin að láni, stundum stolin, stundum týnd og stundum fundin.“ En allt endar samt vel eins og á að gera.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan