Hildur Guðnadóttir hlaut Nordic Music Prize

Countess Malaise, Cell7 og Hildur Guðnadóttir baksviðs í Ósló í …
Countess Malaise, Cell7 og Hildur Guðnadóttir baksviðs í Ósló í dag. Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen

Hildur Guðnadóttir hlaut í dag norrænu tónlistarverðlaunin Nordic Music Prize fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Chernobyl sem kom út á hljómplötu í fyrra. Verðlaunin voru afhent með viðhöfn á tónlistarhátíðinni by:Larm, sem fram fer í Ósló.

Alls voru tólf norrænar hljómplötur tilnefndar til verðlaunanna, en auk Hildar voru íslensku tónlistarkonurnar Cell 7 (Ragna Kjartansdóttir) og Countess Malaise (Dýrfinna Benita Garðarsdóttir) tilnefndar fyrir verk sín sem komu út í fyrra.

Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur situr í dómnefnd verðlaunanna fyrir Íslands hönd og smellti meðfylgjandi mynd af íslensku tónlistarkonunum baksviðs í Ósló síðdegis í dag, en allar voru þær viðstaddar verðlaunaafhendinguna.

Þessi verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 2011 í tengslum við by:Larm-hátíðina í Ósló og er þetta í annað sinn sem íslenskur listamaður hlýtur hnossið. Jónsi (í Sigur Rós) hlaut verðlaunin fyrstur allra árið 2011 fyrir sólóplötu sína sem kom út það ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka