Sminkaður í allt að fjóra klukkutíma

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi fyrir kappræðurnar í gærkvöldi.
Jón Gnarr forsetaframbjóðandi fyrir kappræðurnar í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór

Mikið er að gera hjá Jóni Gnarr um þessar mundir en auk þess að vera í forsetaframboði leikur hann í leikriti í Borgarleikhúsinu og þá standa yfir tökur á nýjum sjónvarpsþáttum sem hann tekur þátt í. Tökudagarnir klukkan 6 á morgnanna þegar Jón mætir í smink. 

Þessu greinir Jón frá á Facebook en þættirnir bera nafnið Felix og Klara og eru í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Jón og Ragnar skrifuðu handrit þáttanna og leikur Jón eiginmann Eddu Björgvinsdóttur. 

Í færslunni segir að það taki um þrjár til fjórar klukkustundir að breyta Jóni í 79 ára gamlan mann. 

Hver tökudagur er tólf klukkustundir og er hann því búinn í tökum klukkan 18 á daginn. 

Á kvöldin vinnur Jón síðan að kosningamálunum en þarf að vera sofnaður ekki seinna en klukkan 22. 

Nýtir HD hlutann í botn

Ég var meðvitaður um þetta áður en ég ákvað að bjóða mig fram til forseta og að þetta gæti orðið nokkuð krefjandi. En ég ákvað að slá til. Og Jóga eiginkona mín styður mig 100% og stendur með mér í þessu öllu,“ segir í færslu Jóns. 

Ég nýt þeirrar blessunar að vera með ADHD, sem ég meðhöndla ekki með lyfjum, og er nú að nýta HD hlutann í botn. Það má segja að ég sé Full HD þessa dagana.“

Jón nefnir að í gær vann hann tólf tíma vinnudag og fór síðan í tveggja klukkustunda langar kappræður á Rúv. 

Jón að gera sig kláran fyrir kappræðurnar í gærkvöldi ásamt …
Jón að gera sig kláran fyrir kappræðurnar í gærkvöldi ásamt Katrínu Jakobsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. mbl.is/Arnþór

Hann var síðan mættur í sminkið klukkan 6 í morgun. Þegar tökudeginum lýkur fer hann í Borgarleikhúsið að sýna leikritið And Björk, of course... en síðast sýning verksins er í kvöld. 

Ég er ekki að barma mér neitt fyrir þetta, langt í frá. Ég vil bara upplýsa fólk um stöðu mína. Ísland hefur alltaf haft nóg fyrir mig að gera og fyrir það er ég þakklátur,“ segir Jón að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg