Hjónin Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir drógu hvergi úr í gærkvöldi þegar fjórða kvöldvakan Heima með Helga fór í loftið. Sem fyrr voru Reiðmenn vindanna með Helga og gestir þeirra ekki af verri endanum.
Gestirnir voru þeir Jón Jónsson, Auður og engin önnur en Sigga Beinteins kom svo inn eins og sprengja í restina og þá fyrst var allt tilbúið undir tréverk og twittermerki þáttarins fór alveg á hliðina.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá vel heppnaðri kvöldstund.