Gunni og Ágústa Eva leita að tilgangi lífsins

Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree.
Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree.

Home Again heitir nýjasti smellur Ágústu Evu og Gunna sem skipa hljómsveitina Sycamore Tree. Gunni segir að þau hafi velt því fyrir sér í laginu hvort fólk sé almennt að leita allt of langt yfir skammt í lífinu. 

„Textinn spratt eftir samtal við félaga minn þegar hann sagði mér að eftir að hafa búið á mörgum stöðum í heiminum og leitað að ástinni og hamingjunni í tvo áratugi væri hann að hugsa um að flytja aftur til borgarinnar þaðan sem hann er. Það fékk mig til að hugsa að mjög margir enda svo nálægt þeim stað sem sem þau koma frá. Svo spurt er, erum við oft að leita langt yfir skammt? Er kannski það sem við þurfum eða teljum okkur þurfa alla tímann rétt hjá okkur og innan seilingar allan tímann? Er þetta ferðalag allt saman bara hringur? Leiðin heim eða „Home Again“? Kannski vangaveltur um það að reyna að vera sátt í eigin skinni og hugsa inn á við í stað eilífrar leitar að einhverju sem fæstir vita hvað er. Þetta ferðalag sem við köllum „lífið“,“ segir Gunni Hilmars sem er höfundur lags og texta.  

„Þetta er okkar annar singull af kántrískotnu plötunni okkar „Western Sessions“ sem kemur út í haust. Lag og texti er eftir Gunna Hilmars. Arnar Guðjónsson útsetur og spilar á gítar, bassa, trommur og hljómborð og Þorleifur Gaukur spilar á gítar, Pedal Steel-gítar og munnhörpuna. Ágústa Eva fer svo á kostum sem heill kór og sýnir sitt ótrúlega raddsvið og hversu mögnuð söngkona hún er,“ segir hann.

Gunni segir að þau séu með tvær plötur tilbúnar og „svona til að rugla fólk endanlega þá erum við að senda lögin út sitt á hvað og lögin Fire og Wild Wind komin út af annarri plötu á meðan Home Again er þriðja lagið sem kemur út af  „Western sessions“. Beast in My Bones og Storm eru nú þegar komin út. Við eigum nóg af efni og eigum erfitt með að halda í okkur með þetta. Svo eru þetta tveir heimar sem við látum svo mætast; þessi draumkenndi Sycamore Tree-heimur og svo kántríhjartað í okkur. Þessir tveir heimar eru eins og ein heild ef vel er að gáð,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar