Sagði Streep einnig hafa verið gifta Clooney

Hjónin George og Amal Clooney.
Hjónin George og Amal Clooney. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney tók við verðlaunum á dögunum fyrir framlag sitt til frjálsrar fjölmiðlunar. Það var stórleikkonan Meryl Streep sem veitti Clooney verðlaunin í gegnum fjarfundarbúnað. 

Í þakkarræðu sinni sagði Amal að Meryl væri mikil fyrirmynd. Hún hefði ekki roð við þeim fjölda verðlauna sem Streep hefði fengið en þó ættu þær eitt sameiginlegt. 

„Við vorum báðar giftar eiginmanni mínum. Og til að vera hreinskilin þá gerir sú staðreynd að þið voruð herra og frú Fantastic Fox þetta aðeins minna vandræðalegt,“ sagði Clooney í ræðu sinni áður en hún vék að alvarlegri málefnum. 

Meryl Streep er margverðlaunuð leikkona.
Meryl Streep er margverðlaunuð leikkona. AFP

Meryl Streep og George Clooney hafa unnið saman að mörgum verkefnum en þau töluðu fyrir hjón í teiknimyndinni Fantastic Mr. Fox. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna árið 2009. 

Clooney var ekki að grínast þegar hún hafði orð á fjölda verðlauna Streep. Leikkonan hefur hlotið þrenn óskarsverðlaun og verið tilnefnd oftar en nokkur annar leikari eða 21 sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir