Lokaþáttur af „Það er komin Helgi“ er sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans, á K100 og í streymi á mbl.is nú í kvöld. Sérstök söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd fer fram meðfram útsendingunni.
Nú ætlar Helgi, samstarfsfólk hans og Síminn að bjóða upp á sérstaka þakkargjörðar- og hátíðarútgáfu af þættinum. Þátturinn verður lengri en áður og fleiri gestir koma í hlöðuna.
Til þess að taka þátt í símasöfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd þarf einungis að senda sms-ið „Helgi“ í númerið 1900 en þá fara sjálfkrafa 1.000,- krónur af næsta símreikningi til Mæðrastyrksnefndar.
„Vitanlega verður hægt að senda fleiri en eitt sms í þetta númer og þannig hverjum í sjálfval sett hvað viðkomandi leggur þung lóð á vogarskálarnar með Helga og hans gestum. Þá verður einnig hægt að leggja söfnuninni lið í gegnum smáforritið Síminn Pay,“ segir í tilkynningu.