Meira en 20 milljónir söfnuðust hjá Helga

Meira en 20 milljónir söfnuðust fyrir Mæðrastyrksnefnd í gærkvöldi.
Meira en 20 milljónir söfnuðust fyrir Mæðrastyrksnefnd í gærkvöldi. Ljósmynd/Mummi Lú

Meira en 20 milljónir söfnuðust fyrir Mæðrastyrksnefnd í lokaþætti „Það er komin Helgi“ sem sýndur var í gærkvöldi. Í samtali við mbl.is segir Helgi Björnsson að hann hafi fundið fyrir mikilli jákvæðni og gjafmildi hjá þjóðinni í gær.

„Þetta er búið að vera að mestu leyti mjög skrítið tímabil, eins og allir hafa upplifað,“ segir Helgi, en hann hefur reglulega birst á sjónvarpsskjáum landsmanna síðan í vor, fyrst undir merkjum „Heima með Helga,“ en síðar í þættinum „Það er komin Helgi.“

„Við höfum verið lukkunnar pamfílar að hafa fengið að vinna í þessu ástandi, sem er ekki hægt að segja um flesta af kollegum okkar,“ segir Helgi.

Þátturinn í gær var lengri en fyrri laugardaga og Helgi fékk fleiri gesti í heimsókn, en þrátt fyrir sóttvarnareglur og fjöldatakmarkanir á settinu segir Helgi að það hafi verið mjög gaman og „mikið húllumhæ.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup