Meira en 20 milljónir söfnuðust hjá Helga

Meira en 20 milljónir söfnuðust fyrir Mæðrastyrksnefnd í gærkvöldi.
Meira en 20 milljónir söfnuðust fyrir Mæðrastyrksnefnd í gærkvöldi. Ljósmynd/Mummi Lú

Meira en 20 milljónir söfnuðust fyrir Mæðrastyrksnefnd í lokaþætti „Það er komin Helgi“ sem sýndur var í gærkvöldi. Í samtali við mbl.is segir Helgi Björnsson að hann hafi fundið fyrir mikilli jákvæðni og gjafmildi hjá þjóðinni í gær.

„Þetta er búið að vera að mestu leyti mjög skrítið tímabil, eins og allir hafa upplifað,“ segir Helgi, en hann hefur reglulega birst á sjónvarpsskjáum landsmanna síðan í vor, fyrst undir merkjum „Heima með Helga,“ en síðar í þættinum „Það er komin Helgi.“

„Við höfum verið lukkunnar pamfílar að hafa fengið að vinna í þessu ástandi, sem er ekki hægt að segja um flesta af kollegum okkar,“ segir Helgi.

Þátturinn í gær var lengri en fyrri laugardaga og Helgi fékk fleiri gesti í heimsókn, en þrátt fyrir sóttvarnareglur og fjöldatakmarkanir á settinu segir Helgi að það hafi verið mjög gaman og „mikið húllumhæ.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup