Helgi Björns safnaði 20 milljónum

Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, …
Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans, Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson. Ljósmynd/Sjónvarp Símans

Alls söfnuðust 20 milljónir í lokaþætti Það er komin Helgi þann 28. nóvember síðastliðinn. Söfnunarféð rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar. 

Lokaþáttur ársins var ekki aðeins fyrsta flokks skemmtun í galopinni dagskrá heldur ákvað Síminn ásamt Helga Björns að leggja sitt af mörkum og breyta þættinum í söfnunarþátt.

Mæðrastyrksnefnd mun nýta söfnunarféð til góðra verka og ljóst að upphæðin mun nýtast þeim sem hvað mest þurfa á hjálp náungans að halda og munu koma sér einstaklega vel nú þegar að jólin nálgast.

„Ferðalagið með Helga og Reiðmönnum vindanna í gegnum þennan faraldur hefur verið lyginni líkast, áhorf á þættina var í hæstu hæðum og við erum full þakklætis þeim fjölda sem lagði söfnuninni lið. Við vitum að þessir fjármunir eru í góðum höndum hjá Mæðrastyrksnefnd,“ segir Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir