Ágústa og Gunni djömmuðu frá sér allt vit

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Ljósmynd/Saga Sig

Hljómsveitin Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions sem er lokahnykkurinn í sveitaseríu hljómsveitarinnar. Hljómsveitin er skipuð Gunna Hilmars og Ágústu Evu Erlendsdóttur og segir hann að þessi sveitasería hafi fengið frábær viðbrögð. 

„Lögin „Beast In My Bones“, „Home Again“ og „Picking Fights and Pulling Guns“ hafa öll komist á vinsældalista og hljómað mikið á öldum ljósvakans, sem er alveg svakalega gaman. Við elskum að vinna eftir konseptum og búa til myndir, stemningu og senur með tónlistinni og í þessu verkefni var gaman hjá okkur að liggja yfir hljóðheiminum og textunum. Fara eins nálægt kántríhefðinni og mögulegt var en á sama tíma að það passaði inn í Sycamore Tree-hljóðheiminn sem við erum að byggja og mynda smátt og smátt og höfum verið að gera síðustu rúmlega fjögur árin,“ segir Gunni. 

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Hann segir að það hafi verið einstaklega gaman að vinna þessa plötu. 

„Við sátum og djömmuðum lögin saman og unnum í textunum í sveitasetri Ágústu Evu í Hveragerði sem passar svo vel við þennan fíling sem platan er. Svo voru Þorleifur Gaukur Davíðsson og Arnar Guðjóns, þeir miklu meistarar, með okkur í upptökum, útsetningum og frágangi plötunnar. Saga Sigurðardóttir myndaði okkur fyrir plötuna og gerði það einmitt í Hveragerði, í garðyrkjuskólanum, sem er alger ævintýraveröld,“ segir hann. 

Í byrjun árs fengu þau Ágústa Eva og Gunni þær fréttir að miðillinn Scandipop hefði tilnefnt þau í flokknum „Best Group“. Hann segir að þetta sé mikill heiður en hægt er að kjósa þau HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar