Söngkonan Emiliana Torrini var gestur Helga Björns í þættinum Heima með Helga í Sjónvarpi Símans um síðustu helgi. Í þættinum tók hún lagið Jungle Drum sem er einn af hennar bestu smellum. Að fá Reiðmenn vindanna til að spila undir gerði lagið einstakt eins og sést á þessu myndbandi.