Jónas Sigurðsson var gestur Helga Björns í þættinum Heima með Helga um síðustu helgi. Jónas er búinn að vera lengi í tónlistinni en einu sinni var hann í hljómsveitinni Sólstrandagæjunum sem var vinsæl í gamla daga. Í þættinum rifjar Jónas upp hvernig lagið Rangur maður varð til.