Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna héldu áfram að skemmta landsmönnum með tónleikum í stofunni í kvöld. Efnt var til kvöldvöku á heimilum landsmanna í samstarfi Sjónvarps Símans, mbl.is og K100. Hér að neðan var hægt að fylgjast með henni.
Helgi söng sem fyrr mörg af sínum þekktustu lögum í bland við perlur úr dægurlagasögunni okkar.