Það var fjör í þættinum Heima með Helga um síðustu helgi. Ragnheiður Gröndal og Valdimar Guðmundsson voru á meðal gesta svo einhverjir séu nefndir. Ragnheiður söng smellinn Með þér en Bubbi Morthens gerði þetta vinsælt á sínum tíma. Þátturinn var sýndur í Sjónvarpi Símans premium og voru það Reiðmenn vindanna sem spiluðu undir.