Valdimar Guðmundsson söngvari og verðandi faðir var gestur Helga Björns í þættinum Heima með Helga um síðustu helgi. Hann tók lagið Yfirgefinn en smellurinn lifir í hjarta fólks og þykir einn sá besti frá söngvaranum. Reiðmenn vindanna spiluðu undir af mikilli fagmennsku. Þátturinn var sýndur í Sjónvarpi Símans.