Það var einstök stemning í sjónvarpssal þegar Helgi Björns tók á móti gestum í þættinum Heima með Helga um síðustu helgi. Hér syngur hann lagið Frækorn og flugur, eða eins og margir kalla Þetta köllum við ást. Gestir þáttarins voru Mugison, Svanhildur Jakobsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir. Reiðmenn vindanna stóðu sig vel eins og heyrist.