Svall norskra útrásarvíkinga heldur áfram

Úr fyrstu þáttaröðinni af Útrás.
Úr fyrstu þáttaröðinni af Útrás. NRK

Norsku útrásarvíkingarnir í Exit-þáttunum eða Útrás mæta aftur í sjónvarpið í kvöld. Þættirnir eru byggðir á sönnum sögum úr norsku viðskiptalífi og settu allt á annan endann á Íslandi þegar þeir fóru í loftið fyrir ári. Nokkur ár eru liðin frá fyrstu þáttaröðinni og kemur kórónuveiran við sögu í þáttaröð tvö. 

Í nýju þáttaröðinni fá áhorfendur betri mynd af því hvernig útrásarvíkingarnir fjórir auðgast, með innherjaviðskiptum og frændhygli að því er fram kemur á vef RÚV. Um leið færist aukin áhersla á eiginkonur og kærustur mannanna, sem eru algerlega upp á þá komnar og reyna þær að hefna sín. 

Önnur þáttaröð hefur fengið góða dóma í Noregi. Í dómi Verdens Gang í síðustu viku kemur fram að áhersla handritshöfunda sé ekki að hneyksla jafnmikið og í fyrstu þáttaröð en áhorfendur eiga þó von á góðu. 

Fyrsti þáttur Exit 2 verður sýndur á RÚV mánudaginn 8. mars klukkan 22:20. Þáttaröðin í heild verður einnig aðgengileg í spilara RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup