Klara Elíasdóttir sem eitt sinn var í hljómsveitinni Nylon var gestur Helga Björns um síðustu helgi í þættinum Heima með Helga. Páll Rósinkrans og Sigríður Beinteinsdóttir voru líka á meðal gesta. Hópurinn tók lagið Lífsdansinn eftir Geirmund Valtýsson sem er mikið stuðlag og í uppáhaldi hjá stórum hópi fólks.
Þátturinn verður á dagskrá í kvöld í Sjónvarpi Símans Premium á splunkunýjum tíma kl. 21.10.