Helgi Björns og hljómsveitin Reiðmenn vindanna verða með aukaþátt í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld klukkan 21.10.
Frá því í mars í fyrra hafa tónlistarmennirnir gert 29 þætti í samvinnu við Sjónvarp Símans og lauk síðustu þáttaröðinni síðasta laugardag. Helgi segir að útlit hafi verið fyrir að fólk færi á ferðina um páskana og lok þáttaraðarinnar hafi verið ákveðin með það í huga. Miðað við stöðuna í faraldrinum fyrir skömmu hafi sennilega fáir átt von á samkomutakmörkunum um páskana, en annað hafi komið á daginn.
„Í ljósi þessara aðstæðna og fjölmargra áskorana ákváðum við að telja í einn páskaþátt.“