Sjónvarpsþáttaröðin Katla var frumsýnd á streymisveitu Netflix á þjóðhátíðardegi Íslendinga og hafa þættirnir fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Ljóst er að þetta er mjög jákvæð landkynning fyrir Ísland.
Logi Pedro Stefánsson var sérstaklega ánægður ef marka má tíst sem hann birtir en þar segir hann: „Katla. Þvílík veisla. Orðlaus. GDRN að eiga svo sturlað debut.“ Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur Þekkt sem GDRN, þreytir frumraun sína á sviði leiklistar í þáttunum en hún fer með aðalhlutverkið í Kötlu.
Katla. Þvílík veisla. Orðlaus. @GDRNmusic að eiga svo sturlað debut. #KATLA
— Logi Pedro (@logipedro101) June 17, 2021
Ok… tökumaður fær óskarinn. Þvílík list. #KATLA
— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) June 17, 2021
Shiiit hvað kötlu þættirnir eru spooooky er buin með 6 þætti, er aldrei að fara að sofna ! #katlanetflix
— Viktor hjalmarsson (@Viktorhjalm) June 18, 2021
Gósentíð fyrir áhugafólk um aðblástur #KATLA
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) June 17, 2021
(@hildurhafst)
Ég að horfa á Kötlu: omægad hvað þetta er fallegt umhverfi langar að fara þangað
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) June 17, 2021
Líka ég: Ah já, ég get það
Þá er ég búin að horfa á alla þættina af Kötlu. Guðrún stimplar sig inn með stórleik og enginn smá landkynning sem Ísland fær.
— Ingveldur Anna (@AnnaIngveldur) June 17, 2021
"Það eru komnir uppvakningar af jöklinum þaktir einhverri torkennilegri svartri drullu."
— 🇮🇸Ólafur Patrick🇮🇪🇪🇺 (@olafurpatrick) June 18, 2021
"Já, OK. Heyrðu, það er örugglega algjör óþarfi að setja það í einangrun, því þetta er alveg örugglega ekki mögulegt biohazard eða neitt" ... 🤨🙄 #Katla
Hæ, elskur! Þið eruð eflaust að bíða eftir að heyra hvað mér finnst um Kötlu. Er á þriðja þætti og finnst þetta fara virkilega vel af stað. Kem með lokadóm þegar ég er búinn að horfa á allt. Þurfið vonandi ekki að bíða lengi.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 18, 2021
byrjaði á kötlu í dag og er að klára seríuna. MAGNAÐIR ÞÆTTIR holy shit. #KATLA #katlanetflix
— Helga Sigrún (@heilooog) June 17, 2021