Hlynur Atli slær í gegn í Kötlu

Hlynur leikur í tökum á Kötlu.
Hlynur leikur í tökum á Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Hlynur Atli Harðarson hefur komið víða við í leiklistinni þótt hann sé ekki nema tíu ára gamall. Hann leikur til að mynda stórt hlutverk í Kötlu, fyrstu íslensku Netflix-þáttaröðinni, sem frumsýnd var 17. júní. Þættirnir eru úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks og eru alls átta talsins en á meðal annarra leikara má nefna Guðrúnu Ýri Eyfjörð, Þorstein Bachmann og Björn Thors.

Næsta vetur mun Hlynur svo leika Bubba Morthens, þegar hann var lítill, í leikritinu Níu líf og svo verður hann líka sjálfur Emil í Kattholti, en báðar sýningarnar verða sýndar í Borgarleikhúsinu. Fyrsta hlutverk Hlyns var í söngleiknum Matthildi þegar hann var sjö ára og er þessi hörkuduglegi strákur rétt að byrja sinn feril því hann er staðráðinn í að verða leikari og leikstjóri þegar fram líða stundir.

„Það skemmtilegasta við að leika í Kötlu var að hitta fullt af nýju og skemmtilegu fólki og fá að ferðast á nýja staði. Mér fannst líka gaman að sjá muninn á því að vera í leikhúsi og taka upp sjónvarpsþætti, en það er mjög ólíkt. Að leika Mikael í Kötlu er uppáhaldshlutverkið mitt til þessa og eins líka að leika Bubba í Níu líf. Hlutverkin eru svo ólík, bæði vegna þess að karakterarnir eru ekkert líkir og annað í sjónvarpi og hitt á sviði.“

Hlynur Atli Harðarson fer með hlutverk í Kötlu.
Hlynur Atli Harðarson fer með hlutverk í Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Hlynur á önnur áhugamál fyrir utan leiklistina en hann hefur æft „street-dans“ frá fimm ára aldri. Hann æfir einnig fótbolta og hefur svo brennandi áhuga á sögu og er mikið að lesa sér til um fyrri og seinni heimsstyrjöldina þessa dagana. Hann ætlar að gefa sér tíma til að ferðast með fjölskyldunni um landið í sumar.

„Svo er ég líka að fara að keppa á Orkumótinu í Vestmannaeyjum og er mjög spenntur fyrir því. Þetta verður skemmtilegt sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach