Spila óútgefin lög

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson skipa hljómsveitina Sycamore Tree …
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson skipa hljómsveitina Sycamore Tree sem leikur óútgefin lög í bland við eldri í Bókabúð Máls og menningar á miðvikudag. Ljósmynd/Saga Sig

Hljómsveitin Sycamore Tree, skipuð þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunnari Hilmarssyni, leikur í Bókabúð Máls og menningar á miðvikudag kl. 20. Þorleifur Gaukur Davíðsson leikur á gítar, pedal steel og munnhörpu með hljómsveitinni.

Gunnar ræddi við Sunnudagsblaðið um tónleikana.

Hvernig stemningu viljið þið ná fram á tónleikunum á miðvikudag?

Þessi staður bætir svolítið skemmtilegri stemningu í flóruna í Reykjavík. Það er allt lágstemmt og menningarlegt og saga hússins kallar á ákveðna stemningu. Við höfum spilað nokkrum sinnum með Þorleifi og búið til lágstemmda útgáfu af bæði eldri lögum og óútgefnum sem verða gefin út á plötu seinna á árinu. Við notuðum tækifærið og nálguðumst mikið af tónlistinni aftur í sinni einföldustu mynd. Við erum vön að spila allt frá því að vera tvö upp í 15 með kór og strengjasveit. Okkur finnst þetta vera fullkomin blanda, þessi nálgun og þetta hús. Við erum að smíða hljómsveitina út frá tónleikastaðnum í raun.

Hvað greinir Bókabúð Máls og menningar frá öðrum tónleikastöðum?

Þetta er hús sem kallar á kyrrð og ró. Það er mikil nánd á milli tónleikagesta og hljómsveitarinnar. Það er því mikil tenging. Það hentar okkur vel því hvert lag hjá okkur er lítil saga og við munum skyggnast á bak við textana og segja hvernig lögin voru unnin. Svo mun fólk heyra lög sem það hefur ekki heyrt áður sem verður skemmtilegt.

Eru þessi nýju lög í sama dúr og þau sem þið hafið gefið út áður?

Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að leika okkur með hugmyndir, senur og myndir. Okkur hefur tekist ágætlega að fara með hlustandann í ákveðið ferðalag hvort sem það er í villta vestrið eða til sjöunda og áttunda áratugarins. Þessa plötu sem við vinnum núna gerum við með pródúsent sem heitir Rick Nowels. Hann hefur unnið að mörgum af stærstu plötum áttunda, níunda og tíunda áratugarins og unnið mikið með Lönu Del Rey til dæmis. Sú plata verður mjög myndræn, stórar útsetningar og mikið af strengjum. Þannig að á sama tíma og við vinnum lögin erum við að breyta þeim til að spila á einfaldan hátt.

Er eitthvað fleira á döfinni hjá ykkur á næstunni?

Við erum að spila í Norræna húsinu sem hefur verið draumur hjá mér lengi. Við spilum á kántríhátíð í Bæjarbíói í ágúst og svo verðum við með stóra tónleika 17. september í Fríkirkjunni.

Miðar á tónleika Sycamore Tree á miðvikudag fást á tix.is.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan