Vilhjálmur fordæmir kynþáttaníð í kjölfar tapsins

Vilhjálmur Bretaprins var staddur á leiknum í gær.
Vilhjálmur Bretaprins var staddur á leiknum í gær. AFP

Vil­hjálm­ur Bretaprins for­dæm­ir þá umræðu sem hef­ur átt sér stað á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far taps enska landsliðsins á Evr­ópu­meist­ar­móti karla í fót­bolta í gær­kvöldi. Kynþátt­aníðið hef­ur beinst að þeim leik­mönn­um sem ekki skoruðu í víta­spyrnu­keppn­inni. 

Prins­inn sendi frá sér til­kynn­ingu á Twitter í morg­un þar sem hann seg­ir þessi viðbrögð al­gjör­lega óviðun­andi. 

„Það vek­ur ógleði hjá mér að verða vitni að því kynþátt­aníði sem beint var að leik­mönn­um enska landsliðsins eft­ir leik­inn í gær­kvöldi. Þetta er al­gjör­lega óviðun­andi að leik­menn­irn­ir þurfi að þola þessa hegðun. Þetta verður að hætta og all­ir þeir sem hafa tekið þátt í því þurfa að bera ábyrgð á þess­ari viðbjóðslegu hegðun,“ skrifaði prins­inn á Twitter. 

Marcus Rash­ford, Jadon Sancho og Bukayo Saka skoruðu ekki úr víta­spyrn­um sín­um í gær og urðu þeir fyr­ir kynþátt­aníði á twitter- og in­sta­gramsíðum sín­um í kjöl­farið. Þar sendi fjöldi fólks þeim apa-lynd­is­tákn (e. emoji) og aðrir sendu þeim niðrandi skila­boð og notuðu kynþátta­for­dóma til þess að kenna þre­menn­ing­un­um um ósig­ur­inn.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sömu­leiðis for­dæmt hegðun stuðnings­mann­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka