Vilhjálmur Bretaprins fordæmir þá umræðu sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum í kjölfar taps enska landsliðsins á Evrópumeistarmóti karla í fótbolta í gærkvöldi. Kynþáttaníðið hefur beinst að þeim leikmönnum sem ekki skoruðu í vítaspyrnukeppninni.
Prinsinn sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun þar sem hann segir þessi viðbrögð algjörlega óviðunandi.
„Það vekur ógleði hjá mér að verða vitni að því kynþáttaníði sem beint var að leikmönnum enska landsliðsins eftir leikinn í gærkvöldi. Þetta er algjörlega óviðunandi að leikmennirnir þurfi að þola þessa hegðun. Þetta verður að hætta og allir þeir sem hafa tekið þátt í því þurfa að bera ábyrgð á þessari viðbjóðslegu hegðun,“ skrifaði prinsinn á Twitter.
Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka skoruðu ekki úr vítaspyrnum sínum í gær og urðu þeir fyrir kynþáttaníði á twitter- og instagramsíðum sínum í kjölfarið. Þar sendi fjöldi fólks þeim apa-lyndistákn (e. emoji) og aðrir sendu þeim niðrandi skilaboð og notuðu kynþáttafordóma til þess að kenna þremenningunum um ósigurinn.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sömuleiðis fordæmt hegðun stuðningsmannanna.
I am sickened by the racist abuse aimed at England players after last night’s match.
— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) July 12, 2021
It is totally unacceptable that players have to endure this abhorrent behaviour.
It must stop now and all those involved should be held accountable. W