Magnús Kjartan stýrir brekkusöngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum.
Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum.

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi, mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum. Brekkusöngurinn fer fram á sunnudagskvöldinu um verslunarmannahelgina.

Magnús hefur um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador samhliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um landið við ýmis tilefni og meðal annars komið fram á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016. 

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði áður verið ráðinn til þess að stýra brekkusöngnum en þjóðhátíðarnefnd ákvað að afbóka hann vegna fjölda frásagna kvenna um meint kynferðisofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg