Klara Sif ekki stressuð vegna breytinga á OnlyFans

Klara Sif Magnusdóttir.
Klara Sif Magnusdóttir. Ljósmynd/KlaraSif Instagram

„Ég var að sjá þetta fyrst núna sjálf. Fyrst fékk ég smá sjokk en er ekki mjög stressuð yfir þessu núna,“ segir Klara Sif Magnúsdóttir, sem hefur atvinnu af því að selja erótískt og klámfengið efni á efnisveitunni OnlyFans, um stefnubreytingu félagsins varðandi klám. 

Greint var frá því fyrr í dag á mbl.is að On­lyF­ans mun hætta að hýsa efni sem flokk­ast sem klám og mun fyr­ir­tækið því ekki leyfa not­end­um að birta kyn­ferðis­legt efni á síðunni frá og með októ­ber.

Hins veg­ar verður áfram heim­ilt að birta efni með nekt ef það sam­rým­ist regl­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Klara Sif var tekjuhæsta íslenska klámstjarnan tekjuárið 2020 og var með rúm­lega eina 1,1 millj­ón króna í tekj­ur miðað við greitt út­svar á síðasta ári sam­kvæmt Tekju­blaði DV sem kom út í gær. Þá er Klara tölu­vert tekju­hærri en aðrar þekkt­ar klám­stjörn­ur á Íslandi í dag.

Myndi hafa mikil áhrif á tekjur

Aðspurð segir Klara að gangi stefnubreytingin eftir eins og henni er lýst í fréttaflutningi hafi muni það hafa mikil áhrif á hennar sölu. 

Að hversu miklu leyti hefur þú tekjur af klámi annars vegar og af erótískum myndum hins vegar? Yrði þetta mjög mikil stefnubreyting fyrir þig?

„Þetta yrði það nefnilega. Ég ætla að bíða og sjá hvernig þetta verður í október. OnlyFans er að byrja með eitthvað sem heitir OnlyFansTV og það er spurning hvort að klám verði einungis bannað þar inn eða hvernig þetta verður. Mest af minni innkomu kemur af klámi.“

Klara Sif.
Klara Sif. Ljósmynd/Klara Sig Instagram

Þá segist Klara hafa mikið meiri tekjur af sölu á efni sem hún framleiðir eftir beiðnum og minni tekjur af áskriftarleiðum sem í boði eru á OnlyFans.

Heldur þú að þú munir leita í aðra miðlun á kláminu þínu?

„Ég hef alveg pælt í því. En ég hef líka pælt í því hvort að ég ætti að gera eitthvað allt annað. Ég ætla bara að sjá hvað mig langar að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson