Stjörnum rignir yfir nýjustu Bond-myndina

Daniel Craig, aðalleikari myndarinnar, var klæddur í rauðan velúrsmóking á …
Daniel Craig, aðalleikari myndarinnar, var klæddur í rauðan velúrsmóking á frumsýningunni í gær. AFP

No Time To Die, nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátingar, James Bond, fær frábærar viðtökur. Myndin var frumsýnd í Royal Albert Hall og voru skærustu stjörnur bresks þjóðlífs viðstaddar til þess að berja þessa fimmtu og síðustu Bond-mynd aðalleikarans, Daniels Craigs, augum.

Kevin Maher hjá tímaritinu The Times gefur myndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum.

„Myndin er ekki bara góð,“ segir Maher, „hún er mögnuð.“

Daniel Craig í hlutverki í Bond í nýjustu myndinni um …
Daniel Craig í hlutverki í Bond í nýjustu myndinni um njósnarann, No Time To Die. Ljósmynd/Nicole Dove

Flestir gagnrýnendur voru á einu máli um gæði myndarinnar en margir sögðu hana þó ívið of langa. No Time To Die er 163 mínútur og er því lengsta Bond-myndin til þessa.

Umsagnir kvikmyndagagnrýnenda, sem verða raktar hér á eftir, munu ekki spilla gleðinni fyrir þeim sem bíða spenntir eftir frumsýningu myndarinnar hér á landi. Það er því óþarfi að gefa út höskuldarviðvörun (e. spoiler alert).

Flestir mjög ánægðir

Peter Bradshaw hjá breska blaðinu The Guardian gefur nýju Bond-myndinni fimm stjörnur. Hann segir að myndin fái fólk til að hugsa og að hún sé sneisafull af hasar og drama en fyndin í bland.

„Þetta er veisluborð fjarstæðu og flækja, sem snúast um gríðarstóran söguþráð sem kemur sífellt á óvart,“ segir Bradshaw.

Lashana Lynch, Daniel Craig og Lea Seydoux á frumsýningunni í …
Lashana Lynch, Daniel Craig og Lea Seydoux á frumsýningunni í gær. Lynch fer með aukahlutverk í myndinni og er sögð hafa átt stórleik. AFP

Stephanie Zacharek frá tímaritinu Time, var þó ekki eins jákvæð. Hún segir myndina of langa og að illmennið, sem leikið er af Rami Malek, sé eitt það leiðinlegasta í sögu Bond-myndanna.

„En gleymið því öllu,“ segir Zacharek í gagnrýni sinni. „No Time To Die, ef við horfum fram hjá göllunum, er fullkomlega sniðin að aðalleikaranum, sem að mínu mati er besti Bond allra tíma.“

No Time To Die kemur í kvikmyndahús hér á landi 8. október næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg