Aðdáendur vonsviknir með hlutverk Zendayu

Aðdáendur Zendayu eru vonsviknir með hversu lítinn tíma hún fékk …
Aðdáendur Zendayu eru vonsviknir með hversu lítinn tíma hún fékk á skjánum í sinni nýjustu kvikmynd, Dune. AFP

Leikkonan Zendaya stal senunni í stiklunni fyrir kvikmynda Dune sem frumsýnd var nýlega. Aðdáendur leikkonunnar virðast hins vegar mjög vonsviknir með hversu lítið hlutverk hún fer með í kvikmyndinni, en Zendaya hefur einnig verið áberandi í kynningarherferð fyrir myndina. 

Margir hafa látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og sagst vera þreyttir á því að andliti Zendayu sé flaggað til að auglýsa myndina en að hún hafi ekki fengið hlutverkið og tímann sem hún ætti skilið. 

Þykir mörgum þeim hafa verið plataðir til þess að horfa á kvikmyndina.

Zendaya er í flestu kynningarefni fyrir kvikmyndina auk leikarans Timothée Chalametm sem fer með töluvert stærra hlutverk en hún. 

Blaðamaðurinn Zoe Haylock hefur einnig vakið athygli á því hversu lítið Zendaya sést í myndinni. Á grein sinni á Vulture segir Haylock hana aðeins vera á skjánum í heilar sjö mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg