Sturla Atlas, Vigdís Hafliða úr hljómsveitinni Flott og Helgi Björns smelltu sér í gamla slagarann Lífsgleði með Hljómum síðasta laugardagskvöld í Hlöðunni. Lagið gekk í endurnýjun lífdaga í sumar þegar hljómsveitin Moses Hightower tók það og gerði að sínu en það hefur verið í mikilli spilun í sumar. Helgi og Reiðmenn vindanna hófu leik aftur í Sjónvarpi Símans, K100 og Mbl.is fyrir tveimur vikum og greinilegt að Helgi tók vel til í Hlöðunni í sumar og Reiðmennirnir sem fyrr algjörlega í toppformi.
Þættirnir eru sýndir í Sjónvarpi Símans Premium kl. 20.00 á laugardagskvöldum.