Þorsteinn Einarsson söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Hjálmum var gestur Helga Björns í þættinum, Heima með Helga. Þorsteinn, eða Steini eins og hann er kallaður, var í sínu besta formi með Reiðmönnum vindanna og söng lagið, Manstu, sem Hjálmar gerðu arfavinsælt. Þátturinn er á dagskrá á laugardagskvöldum í Sjónvarpi Símans Premium.