Helgi Björns dustaði rykið af barnæsku þjóðarinnar þegar hann söng lagið Ég á lítinn skrýtinn skugga ásamt söngkonunni Kristínu Sesselju. Lagið á stórt pláss í hjarta fólks enda var það mjög vinsælt á sínum tíma eða þegar miðaldra fólk landsins var lítið og krúttlegt.
Flutningurinn á laginu fór vel í landsmenn sem flykktust að skjánum síðasta laugardagskvöld þegar Heima með Helga var á dagskrá í Sjónvarpi Símans Premium.