Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna mæta aftur í kvöld í Sjónvarp Símans, þar sem Helgi mun syngja mörg af sínum þekktustu lögum í bland við perlur úr dægurlagasögunni. Vitaskuld mun hann njóta aðstoðar góðra gesta.
Þátturinn, sem hófst undir nafninu Heima með Helga, hefur sannarlega unnið sér fastan og verðskuldaðan sess í huga þjóðarinnar.
Útsendingin hefst klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með henni í Sjónvarpi Símans, í streyminu hér að neðan og á útvarpsrás K100.