Það var heldur betur stuð í Hlöðunni hjá Helga um helgina. Þar teymdu þeir saman hesta sína félagarnir Björn Jörundur og Helgi Björns en þeir léku meðal annars saman í hinni goðsagna kenndu gamanmynd Sódóma Reykjavík undir leikstjórn Óskars Jónassonar árið 1992. Þar var Björn hin seinheppni Axel og Helgi var undirheimaforinginn Moli og allir voru sendi í partý í Dúfnahóla 10.
Björn fór hreinlega á kostum í lögunum Kirsuber, Nostradamus og Flugvélar. Færri muna þó eftir því að miðbik tíuanda áratugarins, þegar Ný Dönsk var í fríi, tók Björn Jörundur sér stöðu með Helga og félögum hans í SSSÓL nokkur misseri. Það var því sannarlega fagnaðar bæði og vinafundur í Hlöðunni á laugardag.