Bömmer að verða sextugur

George Clooney er orðinn 61 árs.
George Clooney er orðinn 61 árs. AFP

Silfurrefurinn George Clooney er einn eftirsóttasti leikari í Hollywood en hann varð sextugur í fyrravor. Hann var ekkert alltof sáttur við að verða sextugur en segir í viðtali við The Sunday Times það skárra en að deyja. 

„Að verða sextugur er bömmer,“ sagði Clooney þegar hann var spurður út í stórafmælið í fyrra. „En það er annað hvort það eða að deyja.“

Eiginkona Clooney, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, skipulagði afmælisveislu fyrir hann. Gert hafði verið hlé á útgöngubanni í Kaliforníu og gat frú Clooney boðið vinum í veislu sem snerti Clooney óvenjumikið. 

„Ég spila enn þá körfubolta með unga fólkinu. Mér líður vel. En eftir 20 ár verð ég 80 ára og 80 er alvöru tala,“ sagði Clooney sem leggur áherslu á að njóta næstu 20 ára. 

Næsta verkefni er rómantísk gamanmynd þar sem hann leikur á móti engri annari en leikkonunni Julie Roberts. Hann hefur þó ákveðið að minnka aðeins vinnuna og ætlar að hætta að framleiða eins margar myndir og hann gerði. Hann seldi einnig tekílafyrirtækið sitt fyrir nokkrum árum. Allt þetta gerir hann til þess að nýta tímann með tvíburunum sínum. „Við eigum ung börn,“ segir leikarinn sem langar til þess að vera til staðar fyrir börnin. 

Hjónin George og Amal Clooney eiga ung börn.
Hjónin George og Amal Clooney eiga ung börn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir