Helgi Björns og félagar snúa aftur

Búast má við hörkustemningu í kvöld eins og endranær.
Búast má við hörkustemningu í kvöld eins og endranær.

Helgi Björns snýr aftur í kvöld í einum vinsælasta skemmtiþætti landsins, Það er kominn Helgi.

Þættirnir byrjuðu sem ein prufuútsending í byrjun mars 2020 sem síðan vatt upp á sig og í loks dags verða þeir orðnir 36.

Hér fyrir neðan má fylgjast með þættinum í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans og mbl.is:



Síðasti þáttur ársins 2021 fór í loftið 20. október en þá tóku þeir Helgi og Stefán Hilmarsson lagið saman í minningu um Pétur Kristjánsson félaga þeirra og vin. Þeir sungu gaman lagið Krókinn sem Pétur söng upprunalega með Sálinni hans Jóns míns, við mikla lukku. Við það tækifæri klæddist Helgi hinum goðsagnakennda „18 grýlna-jakka"  Péturs heitins.

Sú breyting verður í kvöld að þátturinn fer í loftið klukkan 20:30 en að öðru leyti verður allt á sínum stað með Reiðmenn vindanna í góðum gír. Kalli Selló mætir einnig á svæðið.

Frá því í haust hefur Helgi verið duglegur að bjóða til sín bæði ungu tónlistarfólki í bland við reyndari refi í bransanum og hefur blandan mælst vel fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar